KRISTÍN TÓMASDÓTTIR
Kristín hefur lokið B.A gráðu í sálfræði og kynjafræði.
Á undanförnum árum hefur hún skrifað fimm bækur fyrir unglinga þ.e. Stelpur (2010), Stelpur A-Ö (2011), Stelpur geta allt (2012), Strákar (2013) og Stelpur -10 skref að sterkari sjálfsmynd (2015).
Í dag starfar Kristín við að styrkja sjálfsmynd stelpna í gegnum námskeið og fyrirlestra um allt land. Auk þess skrifar hún pistla, viðtöl og fréttir á Út fyrir kassann á Pressunni og í DV. Kristín hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum í gegnum Félagsmiðstöðvar, æskulýðsfélög og félagasamtök.
BJARNI FRITZSON
Bjarni hefur lokið B.sc. í sálfræði og vinnur að lokaverkefni í meistaranámi
í vinnusálfræði.
Bjarni skrifaði bókina Strákar (2013) ásamt Kristínu og mun gefa út sjálfstyrkingar bókina Öflugir Strákar (2016) fyrir næstu jól.
Bjarni hefur sterkan bakgrunn í íþróttum og var meðal annars landsliðs-
og atvinnumaður í handbolta. Bjarni hefur mikla reynslu af störfum með börnum
og unglingum, sem þjálfari, fyrirlesari, ráðgjafi og námskeiðshaldari.
Bjarni starfar nú sem þjálfari mfl. kk. ÍR í handbolta, yfirþjálfari yngri flokka og sem fyrirlesari og námskeiðshaldari hjá Út fyrir kassann.