STRÁKAR (2013)

 

Stundum er stuð að vera strákur en stundum er það bölvað óstuð. Hvernig á maður að vera og hvernig á maður ekki að vera?

 

Í þessari fróðlegu uppflettibók er fjallað um líf íslenskra stráka frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum: fjármál og fjölskyldan, stelpur og staðalímyndir, kynlíf og mataræði, tölvur og tilfinningar.

 

Hér er með öðrum orðum að finna upplýsingar um allt það helsta sem strákar eru að kljást við í sínu daglega lífi. Textinn er í senn aðgengilegur, ágengur og einlægur.

 

Höfundar: Bjarni Fritzson / Kristín Tómasdóttir