STELPUR A-Ö (2011)

 

Hvaða spurningar brenna á vörum forvitinna stelpna? Hvað er það sem þær þyrstir í að vita en hafa ekki fengið svör við?

 

Þær systur Kristín og Þóra Tómasdætur heimsóttu fjölda félagsmiðstöðva og skóla í kjölfar útkomu metsölubókar sinnar Stelpur! Og söfnuðu spurningum sem stelpur leituðu svara við.

 

Með aðstoð sérfræðinga af ýmsu tagi og visku úr reynsluheimi sínum og vinkvenna sinna tókst þeim að finna svör við öllum þessum spurningum. Og hér er hún komin, bókin með svörunum. Þetta er ykkar bók, stelpur, með spurningunum ykkar og svörum við þeim.

 

Höfundur: Kristín Tómasdóttir

 

STELPUR ! (2010)

 

Bók fyrir forvitnar Stelpur!

 

Ástin, útlitið, vinkonur, peningar, áhugamál, fjölskyldan og allt hitt líka.

 

Kraumandi viskubrunnur um fjölmargt sem fylgir því að vera stelpa. Svör við ótal spurningum sem vakna um ólíkustu mál – allt frá förðun til fjárhaglegs heilbrigðis og frá mataræði til misgóðra foreldra.

 

Höfundur: Kristín Tómasdóttir / Þóra Tómasdóttir