STELPUR - tíu skref að sterkari sjálfsmynd (2015)

 

Kynþroski og bólur, foreldrar, vinkonur og vinir, heilsa og lífsstíll, ofbeldi og einelti, sjálfstraust og ást, útlit og heilbrigði, eyðsla og sparnaður.

 

Allt þetta og miklu fleira skiptir unglingsstelpur máli.

Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók leggur metsöluhöfundurinn Kristín Tómasdóttir fram tíu leiðir fyrir þær að sterkari sjálfsmynd.

 

Kristín hefur skrifað fjórar bækur sem hafa selst í um 30.000 eintökum. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða fyrir unglinga um betri sjálfsmynd.

Ómissandi bók fyrir allar unglingsstelpur!

 

Höfundur: Kristín Tómasdóttir

 

STELPUR GETA ALLT (2012)

 

Íslenskar stelpur geta allt sem þær vilja – og jafnvel meira til. Og þær geta tekist á við ótrúlegustu erfiðleika og sigrast á þeim.

 

Hér er að finna viðtöl við 22 stelpur sem annaðhvort hafa náð frábærum árangri á einhverju sviði eða upplifað eitthvað óvenjulegt eða sérstakt.

Stelpurnar segja hér sögu sína á einlægan og opinskáan hátt, um raunverulegar upplifanir, lífsskoðanir og ýmislegt annað.

 

Inn á milli eru svo nafnlausar reynslusögur stelpna og frásagnir kvenna frá unglingsárum sínum – kvenna sem eru fyrirmyndir margra stelpna í dag.

 

Höfundur: Kristín Tómasdóttir